Vildarhús er fyrirtæki sem sérhæfir sig í þjónustu við fólk sem nálgast eftirlaunaaldur og vill gera breytingar í húsnæðismálum sínum.

Starfsmenn og stofnendur Vildarhúsa hafa áratuga reynslu af stjórnun og rekstri. Ólafur Örn og Leifur Steinn eru frændur og vinir góðir og brallað mikið í gegnum tíðina. Sjálfir hafa þeir verið í þeirri stöðu að eiga val um að búa áfram í stærri eign eða fara í minni og þægilegri kost. Eftir að hafa aðstoðað marga vini og vandamenn sáu þeir tækifæri til að gera gott betur og bjóða þessa þjónustu enda fleiri sem eru í svipaðri stöðu og vantar góð ráð.

Ólafur Örn Ingólfsson - f. 1951 í Reykjavík
Viðskipta- og þjóðhagfræðingur

Ólafur Örn hefur áratuga reynslu af störfum innan fjármálageirans en hann starfaði m.a. sem forstöðumaður og framkvæmdastjóri hjá Landsbanka Íslands en einnig hjá SPRON og Kaupþingi í Svíþjóð. Hann hefur tekið þátt í ýmsum félagsstörfum og var m.a. framkvæmdastjóri SÍV (SFF), var stofnfélagi Rótarýklúbbs Reykjavík-Árbær, situr í varastjórn SOS barnaþorpa og er í sóknarnefnd Árbæjarkirkju. 

Ólafur Örn er viðskiptafræðingur frá Háskóla Íslands og með MS í þjóðhagfræði frá Uppsalaháskóla. Hann er giftur Ingibjörgu Guðmundsdóttur stuðningsfulltrúa og leikskólaliða.

 
 
LSE Mynd mars 2021.jpg
 

Leifur Steinn Elísson - f. 1951 í Búðardal
Hagfræðingur

Leifur Steinn hefur áratuga reynslu af stjórnunarstörfum og rekstri fyrirtækja en hann starfaði lengst af sem sviðsstjóri fagsviða og aðstoðarforstjóri hjá VISA Íslandi - Greiðslumiðlun hf., nú VALITOR. Á yngri árum kom hann víða við og vann m.a. við landbúnað, bankastörf, kennslu, vegavinnu, stjórnun vinnuvéla, leiðsögn við Laxá í Dölum og var stofnfélagi Rótarýklúbbs Reykjavík-Árbær,.  

Leifur Steinn er hagfræðingur frá Lunds Universitet og með stúdentspróf frá Menntaskólanum að Laugarvatni. Hann er kvæntur Dr. Sveinbjörgu Júlíu Svavarsdóttur, félagsráðgjafa.