Svona virkar þjónusta Vildarhúsa
Viðtal við viðskiptavin
Þú eða þið komið í viðtal. Við ræðum núverandi stöðu og hugsanlegar breytingar á högum. Förum yfir búsetumál, fjárhagsstöðu, lífeyrismál, tómstundir o.fl
Áætlun - kostnaður - tími
Við leggjum fram kostnaðaráætlun, verkefnalista og tímalínu. Svo tökum við að okkur að framfylgja skilgreindum þáttum í ferlinu
Regluleg samtöl
Meðan á framkvæmd stendur, ræðum við reglulega saman um framgang mála og höldum öllum sem koma að verkefninu vel upplýstum
Þið ráðið ferðinni
Þið hafið fulla stjórn á því sem unnið er að. Hægt er að óska eftir breytingum eða aðlögun eftir því hvernig málin standa
Hafið samband - fáið ókeypis áætlun
Náist samkomulag um áætlun og kostnað tökum við að okkur að framfylgja öllum þeim þáttum sem tilgreindir eru.
Fyrsta viðtal er endurgjaldslaust en að því loknu gerum við tilboð og verkefnaáætlun um næstu skref sem henta þínum þörfum.